Brekkusnigillinn bloggandi

Wednesday, July 11, 2007

Mér finnst rigningin góð





Já, er komin heim frá Hróarskeldu og Hróarskelda var drullumall . Við höfðum farið á Sunnudeginum fyrir hátíðina og tjaldað tjaldinu í fínu veðri. Ég hélt nú að það væri fínt bara að tylla hælunum niður og fara svo heim en sem betur fer er Jensa full af Færeyskri fyrirhyggjusemi og skipaði mér að tjalda eins og manneskja !!! En já það var líka eins gott annars hefði tjaldið farið gjörsamlega á flot. Þegar við svo komum aftur á Fimmtudeginum hafði rignt töluvert og bara botnin sem hafði blotnað neðan frá, yess,sum tjöld voru hálf á kafi í vatni og drullu með yfirtjöldin samanklesst við innra tjaldið(sem er algjör dauðadómur því þá dropar inní tjaldið) Óskar vinur okkar hafði líka grafið skurð rétt við tjaldið þar sem nú streymdi líka þessi myndar á,líktist mini útgáfu af Blöndu.
Við skelltum plastdúk í botninn (aftur fyrirhyggjusemi Jensu) og þá var tjaldið klárt, svo biðum við eftir að það hætti að rigna.........................það hætti ekki að rigna það rigndi bara meira og meira og svo aðeins meira en það , svo bærjaði líka að hvessa svo við fengum hálfgert slagviðri. Eftir Killers tónleikana sem voru mjög fínir vorum við orðnar gjörsamlega gegnsósa og tókum þá ákvörðun að fara bara aftur til Kaupmannahafnar til að geta þurkað fötin okkar, við vorum svo gjörsamlega búnar á því að við meikuðum ekki einu sinni að sjá Björk en jæja við fórum niðrí tjald að ná í eitthvað dót og heyrðum svo byrjun tónleikanna þangað. Næst var að koma sér niðrá lestarstöð og það tók langan tíma því þegar við loksins komum á rútustoppið fengum við að vita að rútan keyrði ekki vegna veðurs svo við löbbuðum til roskilde station. Þar sem allt þetta labb gegnum leðju og drullu og vað í gegnum kálfaháa poll tók ótrúlega langan tíma heyrðum við næstum alla tónleikana sem voru mjög góðir :) Toppunktur fimmtudagsins var þessvegna 'Eg og Jensa úti í miðjum polli, myrkur , hvasst öldunar í pollinum eru næstum uppá stígvélsbrúnina og í loftinu ómar all is full of love .
Veðrið fór svo batnandi næstu daga og við sáum fullt af góðúm tónleikum : Muse, nephew,beastie boys, artic monkeys,duné,flaming lips, Tésto tónleikarnir voru einna magnaðastir, hann er svona dj sem spilar svona techno trans musik og áhorfendur misstu sig gjörsamlega i eitthvað sem líktist trúarathöfn. Við vildum líka vera með og sveifluðum neonljósum, dönsuðum og hoppuðum meðan bassin vibraði í gegnum líkaman. Þetta kvöld fattaði ég alltíeinu techno og ég var ekki einu sinni full. Red hot chilli peppers tónleikarnir voru nú bara svo lélegir að við fórum bara, fáranlega löng jamsession og söngvarinn haði enga útgeislun hékk bara i míkrafóninum með húfu niður fyrir eyru. Heyrðum seinna að söngvarinn fór nú bara og lagði sig í korter meðan hinir spiluðu eitthvað á meðan. vil benda fólki að tékka á DUNÉ á my space. Prófið gekk vel ég fékk 9 sem er svipað og 8 á íslenskum skala. Ég er bara mjög ánægð með sérstaklega í ljósi þess að ég var gjörsamlega með allt á hælunum 3 vikum fyrir próf, sem gerði líka það að verkum að ég lærði sjúklega mikið þessar síðustu vikur. Magnús lestrarfélagi minn fékk líka 9 sem gerir mína 9 ennþá sætari af því hann er vanur að vera klárari en ég !! Ég er svo að koma til íslands þann 13 ágúst með Jensu og nokkrar danskar stelpur með mér. Ef einhver á mikið pláss hjá sér í rvk og vill leyfa 2-4 stelpum að gista má endilega láta mig vita. sumarknús frá rigningarrassgatinu kaupmannahöfn

Monday, June 18, 2007

prof á morgun

hmmm ordin adeins bjartsynari med tetta prof tha er bara ad sja hvort madur hafi tettta ekki af og landi 400.000 kallinum (laninu fra lin)

elva

Thursday, May 31, 2007

próflestur

Það kemur stundum fyrir mig að ég dett út. Það lýsir sér þannig að ég er kannski að gera eitthvað eða á leiðinni að fara að gera eitthvað og þá gerist það eins og hendi væri veifað ég hverf inní hausinn á mér og fer að hugsa um eitthvað allt annað en það sem er að gerast hér og nú, stundum er ég að hugsa eitthvað mjög gáfulegt en stundum er það bara eitthvað kannski er kaffibollin gulur og þá fer ég að hugsa að herbergið mitt var einu sinni gult og það var þegar ég var átta ára og þá fæddist erla, og hvernig ætli erlu havi gengið í smræmdu og hvernig ætli hún hafi það og ég man þegar ég fór í samræmdu og þá læði maður nú bara daginn fyrir próf.....Þá vakna ég uppaf þessum hugsanavítahring og fatta að ég hef ekki meðtekið það sm ég var að lesa eða það sem fyrirlesarinn var að segja. Nú vill svo til að ég er að lesa fyrir próf og geri mér grein fyrir að ég hef verið andlega fjarverandi megnið af önninni því ég man mest lítið af því sem ég taldi mig vera búin að lesa. :/

Ég hef aldrei verið jafn hrædd um að falla og ég er nú. En þetta er líka spennandi næ ég að troða öllu inn í hausinn á 19 dögum. Það er fyrst sem ég keyrist upp í svona frekar mikið stress að ég næ að halda mér frá því að detta út í tíma og ótíma. Jæja nú er td. stress mælirinn að fara uppávið því ég er búin að eyða korter í að blogga svo best að nýta það og lesa.

Sunday, May 13, 2007

Sunnudagskúridýr

Góðan daginn





Ligg uppí rúmi með tölvuna, elska svona Sunnudaga, bara kúra sig allan daginn og borða bollu með osti, drekka kaffi,kíkja í blöðin, sofna aftur,teygja úr sér .......ah . Verð nú víst að hofast í augu við þá staðreynd að það er rétt rúmur manuður í próf þannig svona nautnasunnudagar eru eiginlega á bannlista. Byrjuðum formlega að læra fyrir próf í gær :)


Við kíktum til Stefáns í gær í lítið huggulegt eurovision/kosninga teiti Stefán litli er hálf vængbrotin af því Fríður er á Íslandi . Annars hálf súr kosningaúrslit ætli maður verði hluti af kynslóð sem á eftir að deyja þekkjandi ekkert annað en sjálfstæðisfl./framsókn stjórn. Ég er nú samt svo hneyksluð á Sjálfstæðisflokknum í Suður að hafa leyft Árna J að vera á lista ég meina maðurinn braut af sér í starfi sem þingmaður !!! siðleysingjar !


eurovision var bara ágætisskmtun í ár nokkur þolanleg lög og nokkur bjánaleg atriði sem hægt var að hlæja af. Skemmtilegt líka fyrir keppnina að feit lessa sem syngur á serbnesku geti unnið. ekkert shake it , stórar trommur eða flækja sig hálfnakin í einhverjum spottum.





Fór í mótmælagöngu læknanema síðasta miðvikudagtil að mótmæla lagafrumvarpi sem á eftir að hafa þær afleiðingar að við sem útskrifumst á næstu árum igum ekki eftir að eiga möguleika a að fá sérfræðinám í vinsælum greinum eins og barnalækningum. Nenni ekki að útskýra allt málið núna,kannski seinna.





Annars er allt að gerast í danskri pólitík núna, búið að stofna nýjan flokkog svo var ein kona að segja sig úr danske folkeparti og gaf af því tilefni út bók þar sem hún rakkar formanninn og flokkinn þvílíkt niður þannig nú heldur stjórnin rétt svo meirihluta þannig ef einn eða tveir fara í nýja flokkinn þarf að rjúfa þing og efna til kosninga.





Fór heim í fermingu Elínar Huldu um daginn, sem var bara svo yndislegt rábært að geta komið svona heim og knúsað alla stórfjölskylduna á einu bretti.



Frænkurnar í fermingunni, Ég, Signý, Erla og Elín


Ég og Jensa í lautarferð
Bambi og félagar litu við.

Thursday, April 26, 2007

Out ´N proud

Þar kom að því að ég manaði mig upp í að segja ömmum mínum og Öfum frá því að ég ætti kærustu, það kom svo í ljós að ég á æðislegustu ömmur og afa í öllum heiminum, því þau tóku þessu bara vel og ég sem var búin að búa mig undir að vera afneitað fyrir kynvillu, ok kanski ekki allveg en allavega þá er ég í skýjunum yfir viðbögðum þeirra. Elska þau bara mest. :)

En jámm fyrir þá fáu (vona ég) sem koma allveg af fjöllum og vita ekkert hvað ég er að tala um þá er ég tvíkynhneigð og á núna kærustu sem heitir Jensa og er frá Færeyjum.Við erum búnar að vera saman í fimm mánuði og erum hrikalega ástfangnar.

Þetta er ein af ástæðunum fyrir bloggleysi síðustu mánuði, en nú verður bætt um betur í skrifunum.

En jámm er að koma til íslands á morgun til að koma í fermingunna hennar Elínar og ég hlakka ekkert smá til að koma heim og knúsa alla, það verður fínt að taka svona eina góða fríhelgi áður en maður fer að hella sér í próflestur.

þarf víst að drífa mig í tíma.
adios

Friday, April 13, 2007

alle vores medarbejder er fortsæt optaget vent venligst

hangi hér í símanum og bíð eftir að skatturinn sjái sér fært að ræða við mig, er þegar búin að tala við eitt möppudýr sem varð pínu hrætt við mig og ætlaði að gefa mér stærri og feitari geit til að gæða mér á. þannig nú ligg ég hér með heitt eyra og löngu komin með ógeð á vivaldi. Ákvað að eyða ekki þessum biðtíma til einskins heldur blogga bara í staðinn.
Af mér er allt gott að frétta hér er bara komið sumar og sól og ekki annað hægt en eð vera singjandi glaður trallala. Var að vinna á næturvöktum alla páskana sem þýðir eitur launaseðill handa mér um næstu mánaðarmót :) á miðvikudaginn héldum við páskahitting í bekknum þar sem við máluðum egg sem við svo rúlluðum viður brekku ( já niður einu brekkuna sem finnst í kaupmannahöfn) og köstuðum líka eggjum sem maður átti svo að reyna að grípa með lökum . svo fórum við í kjúklinga fótbolta þar sem meður spilar fótbolta með gogg sem nær yfir augun svo sjóndeildarhringurinn er frekar takmarkaður.
ok nenni ekki að bíða eftir skattinum þarf að fara niður á fadl skrifstofu.

bæó

Monday, March 05, 2007

Óeirdir


Kaaaaaaaaabúm sprengjur(öðru nafni kanonslag), sírenur, þyrlan frá tv2 news, búið að rífa steina úr torgum og gangstéttum, bráðið malbik eftir brunninn ruslagám, lögreglubílar keyra um hverfið í sífellu,Nörrebrogade án götuljósa á horni Jagtvej og Nörrebrogadi stendur röð lögrelgumanna með hjálma og skildi fyrir aftan þá önnur lína af lögreglumönnum, fyrir aftan þá Jagtvej 69 . Jagtvej 69 hefur síðustu ár gefið ungum rótlausum menntskælingum tilgang. Krakkar sem af einni eða annari ástæðu hafa þörf fyrir að ögra vera öðruvísi með hankamp og hlusta á pönk áttu þetta hús til að finna sjálft sig. Krakkar sem ekkert skipti máli fannst þetta hús skipta máli og fyrir því hafa þau barist með kjafti og klóm. Í dag var byrjað að rífa húsið. Ég votta vandræðagemsunum samúð mína. Ekki þar með sagt að hægt sé að réttlæta gjörðir þeirra, en maður getur ekki verið annað en sorgmæddur þegar maður sér hóp leðurklædda manna með göt í nefi háskæla.